Verður eitthvað eftir í láglaunabuddunum?

Ber einhver traust til verkalýðsforystunnar í dag frekar en stjórnvalda? Nú standa yfir samningar um laun alþýðunnar á íslandi sem getur engan veginn lifað á þeim launum sem hún fær í dag. Og eins og áður hefur gerst, dreifast launahækkanir trúlega yfir þrjú ár og verða, þegar upp er staðið, ekki miklar. Á sama tíma eru sendar yfirlýsingar í loftið sem líklega eiga að hræða menn til undirskrifta. Meðal annars fela þessar yfirlýsingar í sér að launahækkanir séu svo miklar að hækka verði vörur og þjónustu í beinu framhaldi. Eru þeir ekki þegar búnir að því? Auðvitað munu frekari hækkanir verða, þannig að þær launahækkanir sem samið verður um eru í raun engar eða minni en engar. Ég veit ekki hvert þetta land stefnir, en man fólk ekkert frá degi til dags? Hafði einhver áhyggjur af verðhækkunum þegar ofurlaun bankamanna þutu upp aftur? Eða tók einhver eftir því þegar það gerðist? Forkólfar verkalýðsforystunnar hafa meira að segja leift sér að segja að verkafólk á Íslandi verði alltaf lágt launað, er það á stefnuskrá þeirra sem eiga að berjast fyrir betri kjörum?
mbl.is Þrjár eingreiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvenær hefur einhver borið traust til verkalýðsforystunnar, í alvöru??????  Svo lengi sem ég man eftir, sem er nú orðið nokkuð mikið, hafa samningaviðræður gengið út á það HVERSU LANGT FYRIR NEÐAN FÁTÆKRAMÖRK LÆGSTU LAUN ÆTTU AÐ VERA.  Ég hef oft sagt það og endurtek hér "hvernig getur maður sem er með langt yfir eina og hálfa milljón á mánuði samið um laun þeirra sem eru með um og yfir 150 þúsund á mánuði"????  Ef horft er á samninganefndir verkalýðsfélaganna, þá eru þar EINGÖNGU hálaunamenn finnst fólki líklegt að þeir hafi einhverja hugmynd um hvernig er að lifa af þeim launum sem þeir eru að semja um???  Enda hefur árangur þessara manna verið eftir því.......

Jóhann Elíasson, 5.5.2011 kl. 08:59

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Svör við spurningum þínum María:

Nei, ekki ein króna

NEI, alls enginn

vissulega

Varla, minnið viðst ekki vera mikið

Nei, alla vega ekki ráðamenn

Fáir, fjölmiðlar voru ekkert að fjalla of mikið um það

Það virðist vera stefna ASÍ

Gunnar Heiðarsson, 5.5.2011 kl. 09:23

3 Smámynd: Sandy

Ekki láta svona, launafólk fær heilar 13% launahækkun á næstu þremur árum, og tókuð þið ekki eftir því að það á einnig að hækka lífeyrisréttindi og stofna kannski starfsmentasjóð sem bæði Gylfi og Vilhjálmur E fá að höndla með á komandi árum.Við verðum södd og ánægð af því. Alveg stórkostlegt!!!

Ég vil meina að launafólk eigi að taka samningana þegar þeir liggja fyrir hjá félögunum og láta reikna þá út af óháðum aðilum, ég hef sagt það áður og segi það enn að  launafólki er betur borgið með afnámi verðtryggingar og þaki á vexti en með beinum peningahækkunum því þær hverfa inn í hítuna áður en fólk fær þær. 

Sandy, 5.5.2011 kl. 10:14

4 Smámynd: María Svava Andrésdóttir

Ég er svo innilega sammála............En svo er eins og fólk sofi á verðinum og enginn nenni að pæla í hlutunum eða mæta til að hafa áhrif!!

María Svava Andrésdóttir, 5.5.2011 kl. 10:20

5 Smámynd: María Svava Andrésdóttir

Held nákvæmlega að þessir háttlaunuðu hrokagikkir hafi ekki glóru um það hvernig er að reyna að lifa á þeim launum sem við höfum, sem vinnum lægst launuðu störfin á Íslandi. Og trúlega hafa þeir engar áhyggjur af því þar sem þeir þurfa ekki að lifa á þessari nánös.

María Svava Andrésdóttir, 5.5.2011 kl. 10:25

6 identicon

Ríkisstjórnin og elítan hafa verið að þreyta okkur frá hruni, það eru settir ofurskattar, ofurholræsisgjöld, ofurrafmagnsverð, ofurbensínverð... ofl ofl
Þetta nagar fólk á líkama og sál... plottið er einmitt það að þessar þreyttu sálir séu svo þreytta að þær takið við hverju sem er... jafnvel nauðgun eins og þessir "samningar" eru.
Fólkið sem er að semja fyrir okkur.. það fólk er hátekjufólk, með milljón eða meira á mánuði, situr í stjórnum fyrirtækja sem þeir eiga að vera að semja við.

Staðan í dag er sú, ef íslendingar samþykkja þessa nauðgun, þá eigum við bara skilið að láta nauðga okkur, aftur og aftur og aftur..

Ykkar er völin

doctore (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband