Davíð Dæmalausi!

Er ekki alveg yndislegt hvernig Davíð Oddsson kemst alltaf upp með að halda fólki í lausu lofti, beinlínis með hálfgildings hótunum í bland við hrokafullar yfirlýsingar.  Enn einu sinni mætir drottning í viðtal, og þar sem allt virðist erfitt og hugsanlega á leið í strand, þá kemur hótun:  Ef þið verðið ekki góð við mig  þá skal ég.......  Hræðir hann einhverja með þessu?  Ætli sjálfstæðisflokkurinn myndi nokkuð græða á því að fá hann aftur á vígvöllinn?  Held ekki, þess vegna fer hann áfram með stjórn seðlabankans, og hver veit hvað meira, ef ekki verða kosningar á næstunni og þar með skipt út í brúnni. 

Hvað á þetta að ganga lengi, að enginn þurfi að axla ábyrgð á neinu, þetta er eins og á leikskólanum...Þetta gerðist bara allt.  Og við, ALMENNINGUR í landinu, eigum bara að þegja, hlýða og laga til eftir toppana, er þetta í lagi? 


mbl.is Miserfitt að hætta í pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Mikið hljóta sjálfstæðismenn að vera hræddir núna. Ef Davíð kemur aftur inn í stjórnmálin er víst að flokkurinn hverfur endanlega.

Gunnar Þór Gunnarsson, 4.12.2008 kl. 14:48

2 Smámynd: María Svava Andrésdóttir

Já mikið rétt ég held að einhverjir háttskrifaðir sjálfstæðismenn séu undir hælnum á kóngsa og séu skíthræddir um, að ef þeir hafi hann ekki góðan þar sem hann er, aðeins lengur, komi hann til með að eyðileggja enn meira en hann hefur gert nú upp á síðkastið.  Maðurinn getur bara ekki á heilum sér tekið ef hann er ekki þar sem hann hefur einhverja stjórn og getur leikið sér að fjölmiðlunum af og til.  Verst er þó að áfram heldur hann við skandaliseringarnar sínar um ókomna tíð ef ekkert verður að gert.  Ég er búin að fá nóg af Davíðismanum og sjálfstæðisflokknum...og vil reyndar kosningar og von um að eitthvert vit komist að stjórnvölnum.

María Svava Andrésdóttir, 4.12.2008 kl. 15:07

3 Smámynd: Helena Mjöll Jóhannsdóttir

Æ Mæja mín, er þetta nú eitthvða nýtt með Davíð.....

Kveðja í bæinn og mundu að ég er líka með blogg.......

Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 8.12.2008 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband